Yfirlestur
Skjalagerð.is, býður upp á þann möguleika að lesa yfir skjöl sem aðilar hafa útbúið sjálfir og vilja fá faglegt mat á efni skjals. Hér er um að ræða valkost til að ganga úr skugga um að hvert skjal tryggi þau réttindi og skyldur sem þeim er ætlað að veita hverju sinni. Felur valkosturinn í sér yfirlestur út frá lagalegri hlið skjals auk þess sem að farið er yfir texta skjalsins og mögulegar villur leiðréttar.
Þá er valkosturinn hugsaður fyrir samninga og skjöl en ekki fyrir ritgerðir eða önnur rit af fræðilegum toga.
Fyrsta skrefið er að hafa samband og við gerum tilboð í yfirlesturinn. Eftir að samkomulag næst, þá má búast við að yfirlesturinn taki 2-3 virka daga og jafnvel skemur en það fer eftir álagi hverju sinni.
Ef að viðskiptavinur þarf yfirlesturinn á skemmri tíma, þá þarf að tilgreina það sérstaklega, slíkt felur í sér kostnaðarauka en það fer eðli málsins samkvæmt eftir efni og umfangi á skjalinu sem er til yfirlestrar.