top of page

Skilmálar

 

Samningur

Með því að samþykkja notkunarskilmála Skjalagerðar lýsir notandi yfir að hann hafi kynnt sér skilmála Skjalagerðar. Skilmálarnir skilgreina þann samning og það réttarsamband sem myndast við notkun vefsíðunnar og felur sú notkun í sér samþykki af hálfu notanda. Um samninginn gilda íslensk lög. Skilmálarnir geta tekið breytingum hvenær sem er og er ráðlegt að prenta þá út. Við kaup á skjalasniðmáti gilda birtir skilmálar hverju sinni. Að öðru leyti en nánar greinir í skilmálum þessum er sérstaklega vísað til laga nr. 46/2000 um húsgöngu og fjarsölusamninga ásamt laga nr. 48/2003 um neytendakaup. Formin og merki síðunnar eru hugverk í eigu Skjalagerðar og er fjölföldun, endurgerð og hvers kyns endurprentun ásamt annarri notkun þess eðlis með öllu óheimil. Samningur á milli notanda og Skjalagerðar kemst á þegar notandi kaupir skjalasniðmát (hér eftir skjal).

Hvað varðar aðra þjónustu og órafræn skjöl, kemst samningur á við greiðslu. Skjalagerð áskilur sér þó rétt þess efnis að sjái hún eftir atvikum sér ekki fært að vinna tiltekna pöntun er sú greiðsla sem reidd hefur verið af hendi endurgreidd og samningurinn fellur niður. Ekki er skilaréttur á keyptu skjali, þar sem notandi á að hafa getað kynnt sér það vel áður en til samnings var stofnað. Kaupi notandi skjal er ekki víst að unnt sé að nota það um ókomna tíð þar sem lagaumhverfið getur tekið breytingum en skjölin eru unnin út frá gildandi lögum.

Efndir

Við kaup og greiðslu á skjali fær notandi skjalið afhent að bragði og getur strax hafist handa. Gert er ráð fyrir að notandi fylli sjálfur út skjalið. Hafa ber í huga að þegar skjöl eru útfyllt að ekki er víst að allur textinn eigi við hverju sinni en þá er hreinlegast að yfirstrika það sem ofaukið er og sníða skjalið að eigin þörfum. Þó er varasamt að eiga mikið efnislega við keypt skjal þar sem hvert og eitt skjal er hugsað fyrir vissan gjörning. Komist á samningur við kaup á órafrænu skjali fær notandi uppsett skjal sent eins fljótt og auðið er tilbúið til undirritunar.

Skjalasniðmát

Skjölin hafa að geyma að mismunandi, stöðluð og óútfyllt form allt eftir því hvað notanda vantar hverju sinni. Skjölin uppfylla þau skilyrði sem þeim er ætlað sem löggjörningur hverju sinni. Mikilvægt er að velja rétt skjal fyrir það sem notandi stendur frammi fyrir og aðstæður kalla á. Skjölin þarf að fylla út og fylga leiðbeiningar þar sem við á. Það er á hendi notanda að fylla skjalið út og ganga frá því þannig að það þjóni sínum tilgangi. Upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir má oftar en ekki nálgast hjá viðkomandi sýslumannsembætti eins og t.d. veðbókarvottorð.

Órafræn skjöl

Órafræn skjöl sem eru pöntuð sérstaklega eru send á uppgefið heimilisfang notanda með ábyrgðarpósti eða eftir nánara samkomulagi við notanda, hverju sinni. Afgreiðsla fer eftir umfangi pöntunar en vinna hefst þegar pöntun er móttekin og verður haft samband við notanda í gegnum tölvupóst.

Ábyrgð

Skjalagerð ber ekki ábyrgð á að útfyllt skjal skapi þann rétt sem því er ætlað, heldur býður síðan einungis upp á það form sem þarf hverju sinni til að gera aðilum kleift að gera það sem gera þarf með löggerningi. Skjalagerð tekur ekki ábyrgð á hvernig skjölin eru notuð, hvað varðar gildi og réttmæti þeirra löggjörninga sem þeim er ætlað. Sú ábyrgð er hjá notanda. Hafa ber í huga að fari notandi eftir leiðbeiningum og skjal er notað í það sem því er ætlað kemur ekki til slíkrar ábyrgðar. Skjölin eru uppsett í samræmi við lög og réttarreglur sem gilda í viðkomandi flokkum. Efnislegar breytingar á formum eru ekki ráðlegar og geta þær rýrt gildi skjalsins. Skjalagerð ber því eingöngu ábyrgð á skjölunum og annarri þjónustu gagnvart kaupanda og þeim leiðbeiningum sem fylgja. Skjalagerð veitir að jafnaði ekki ráðgjöf við uppsetningu tilbúins löggjörnings út frá skjali á vegum síðunnar nema greitt sé fyrir slíka þjónustu. Uppfylli skjal af hálfu notanda ekki þau réttaráhrif sem því er ætlað skal Skjalagerð vera skaðlaus. Þegar skjöl eru fyllt út getur það haft áhrif á gildi skjalsins séu gerðar breytingar á formi og texta. Fylla þarf t.d. inn í skjal nöfn, kennitölur og nánari tilgreiningar þar sem við á. Þá fylgja leiðbeiningar um það sem hafa ber í huga þegar skjöl eru útfyllt. Eins og að framan greinir er ekki víst að allur textinn eigi við hverju sinni hjá notendum en þá er hreinlegast að yfirstrika það sem er ofaukið og sníða skjalið eftir eigin þörfum.

Trúnaður

Gætt er fyllsta trúnaðar. Allar upplýsingar sem notandi lætur af hendi eru trúnaðarmál og þá gildir einu hvers eðlis þær eru. Allar kreditkortaupplýsinar eru dulkóðaðar og notandi getur keypt það sem hann vantar áhyggjulaus.
Varnarþing og verð

Verð á skjölum getur tekið breytingum en Skjalagerð einsetur sér að stilla því í hóf. Í verðinu eru innifalin opinber gjöld og sendingarkostnaður þar sem við á. Varnarþing Skjalagerðar er í Reykjavík og rísi mál skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Skjalaflokkar og þjónusta

bottom of page